bloggus maximus

/*

Ég hef ekki enn ákveðið hvaða stefnu ég tek með þessum skrifum mínum.

*/

Það er ekki alltaf partí í kantríbæ. Þetta kann að hljóma einkennilega en er eigi að síður óumflýjanlegur hluti þess að lifa og hrærast í þessu danisballi sem við höfum sum hver verið svo djörf að kalla líf. Það hefur reyndar orðið að matsatriði sjálfskipaðra snillinga hvað sé hægt að kalla líf og hvað ekki, eins og reyndar flest annað sem hægt er að nota til að flokka og aðgreina aðalinn frá aumingjunum. Ég persónulega er reyndar engu nær því hvaða tilgangi allt þetta prjál þjónar. Ég hef síður en svo ekki náð því langtímamarkmiði mínu að vakna upp Frissa Frískamín hress með það á tæru hvar ég stend í henni veröld. Ég vissulega öfunda þá sem geta með morgunpissinu gefið frá sér ánægjustunu yfir því hversu allt leikur í höndunum á þeim. Það ber þó ekki að skilja það þannig að ég kunni ekki að meta gott morgunpiss. “Æðinslegt!” segja þeir og halda inn í innihaldsríkan dag stútfullan af gleði, fólki og ámóta viðbjóði.

Ekki þykir mér það ólíklegt að einhver telji að skrif þessi séu lýti á endalausum hressleika þess er þetta ritar. Ég að sjálfsögðu kæmi til með að harma það alveg óendanlega ef ég yrði í kjölfarið á þessum línum að koma út úr skápnum sem landsins mesti fýlupúki, – sem ég reyndar svo sannarlega er.

Þetta blog var alveg gagnslaust!

Meira bull, meira gaman!

jóladagur

Kalkúnn með rjómalagaðri brúnsósu, konfekt, kaffi, eplabaka, sítrónu frómass, rjómi, belgískt súkkulaði og graflax+sósa. Allt hefur þetta fundið sér samastað í kviðnum á mér. Ég hef af þessu talsverðar áhyggjur og þá sér í lagi vegna þess að ég veit að þetta er ekki seinasta portion af þessu siðlausa ofáti.

aðfangadagskvöld

Rjóminn, súkkulaðið, hamborgarhryggurinn gómsæti, humarinn, brúnsætu kartöflurnar, ísinn og froðukaffið – allt sest þetta á lærin og rassinn. Nú þegar heim er komið tek ég til við að jafna þetta út yfir mittið með því að hrúga í mig mygluostaveislu og konfektinu sem ég var skikkaður til að taka með mér heim. Ég er happy, happy, joy, joy innan í mér fyrir að þekkja annað eins eðalfólk.

Takk fyrir mig..

jólus skrúteníus

Mikið hvað ég er viss um að þessi jól verða yndisleg. Ég held ég hafi aldrei verið jafn hamingjusamur og einmitt núna. Ég er búinn að raula jólalög í allan dag á meðan ég hef þrifið íbúðina mína hátt og lágt, horn í horn, hólf í gólf. Ég er með svo fallegt jólatré í ár sem ég er einnig búinn að dunda mér við að skreyta og gera fínt. Ahhhhhhhh ég gæti hreinlega faðmað heiminn að mér í endalausum kærleik og væntumþykju.

Gleðileg Jól.

Indæl viðhorf voru fengin að láni frá Beggu Lee-útzku. Ekki var vanþörf á.

Whitetrash gettogether

Einn viðbjóðslegasti og tilgangslausasti vefurinn sem ég hef vafrað um upp á síðkastið er án efa http://www.yafro.com/. Hann minnir mig á mynd sem ég sá ekki svo alls fyrir löngu, en man ekki nafnið á – sem er reyndar mjög sjaldgæft því ég man yfirleitt alltaf nöfn á myndum. Myndin fjallaði um vonlaust fólk í USA sem gerði fátt eitt annað en að drekka áfengi og bera sig online. Tilgangsleysið og ömurleikinn í þessari mynd var alger. Þessi yafro.com vefur þjónar sama einskisverða tilgangsleysi. Þarna hefur þú kost á að skrá þig og senda inn myndir af sjálfum þér eða hverju svo sem þig fýsir að opinbera. Hinir notendurnir geta síðan gefið þér ummæli og bætt þér við í vinahóp ef þeim þykir þú vera kostagripur. Ummælin sem þessi lekgátar gefa ungum stúlkum með ómeðhöndlaða sýniþörf eru að sjálfsögðu hávísindaleg og svo sannarlega til eftirbreytni.

my big fat trumpster

Í næsta season af The Apprentice keppa bóklærðir á móti fólki sem hefur komist áfram í lífinu án formlegrar menntunar. Ég er fullur af tilhlökkunar og vona að þetta fyrirkomulag lukkist betur en season 2 sem var skipað alveg handónýtu fólki. Svipað því sem alið er upp í sveit hérlendis.

sushi

“A little bit of pain never hurt anybody.”
Keith Gow
alt.tv.twin-peaks

Fyrir internetsjúka mæli ég eindregið með notkun Usenet. Usenet er hundgamalt risastórt umræðukerfi. Flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi þar sem Usenet spannar flest öll áhugasvið.

Hægt er að stofna reikning frítt á http://individual.net/

Gott er að kynna sér málið frekar á http://www.faqs.org/faqs/usenet/what-is/part1/

þusumsvei

Eftirfarandi er viðbjóður:
Þessar andstyggilegu barnaauglýsingar, þar sem litlu sætu dúllí dú, krúttí krúttí smábörnin auglýsa allskonar fucking drasl út af því að það getur ekki verið neiitt annað en svaka fucking sætt.
Ég er kannski einn um að hafa eitthvað út á þetta að setja. Það má vel vera að það sé politically incorrect að hata þessar viðbjóðslegu auglýsingar. Héðan heima úr hlaði séð þykir þetta ekki rassgat sætt. Þetta er tilgerðarlegt og viðbjóðslegt. Sjálfsagt eru foreldrar þessara krakka alveg sérstaklega ánægðir með börnin sín, en ég fæ óbjóði mínum ekki leynt.

Ha’ Ulam

Ég hef ákveðið að spila inn aftur gamla galleríið mitt. Ég sé enga sérstaka ástæðu til að taka fallegustu minningar fortíðar minnar og kasta þeim út í hafsauga. Það má vel vera að ég sé að taka hliðarspor með þessu athæfi en það verður þá að hafa það. Ég hef löngum verið talsmaður þess að halda í andstyggilegar minningar hvað sem það kann nú að kosta. En í dag ætla ég að gerast advókat ánægjulegra minninga. Það má vel vera að þetta sé vegna þess að ég er með háan hita, en frá mínum bæjardyrum séð þá er ég aldrei betur í stakk búinn til að taka snjallar ákvarðanir en heldur einmitt þegar ég er nær yfirliði en vöku.

indókína

Mér er minnistætt úr 6ta season af Sex And The City, þar sem Miranda er farin að lifa of einhæfu einsemdarlífi. Hún horfir alltaf á sömu sápuna, sækir vinnu og verslar mat í sömu chineese fast food búllunni. Hún fer að hafa það mjög svo á tilfinningunni að hún eigi sér ekkert líf og að starfsfólkið á matsölustaðnum sé mjög svo meðvitað um ástand hennar. Nú er reyndar svo fyrir mér gleðigjafanum komið að ég er farinn að kaupa mér mat á Indókína 4 sinnum í viku. Afgreiðslufólkið allt er farið að kannast við mig og fara viðskiptin fram með öllum aðilum brosandi illkvittnislega út í annað. Já það fer þar nærri að undirritaður sem eitt sinn var mikill djammgosi og “bóhem” er orðinn leiðindardurgur sem missir aldrei af uppáhaldssjónvarpssþættinum sínum og nærist á sama veitingastaðnum. Það er þó mér þvert um geð að viðurkenna að ég sé að bíða hér lægri hlut í lífinu.

The Trumpster

Eftir að hafa hakkað í mig tvær stórar skálar af poppi hef ég komist að þeirri niðurstöðu að ég vill að það heyrist konunglegur lúðraþytur þegar ég geng inn í herbergi. Eftir að hafa verið dyggur aðdáandi The Apprentice í tæpt ár, hef ég tekið eftir að næstum í hvert það skipti sem Trump-arinn setur þessu pakki næsta verkefni fyrir – þá heyrist svona Viktorískur lúðraþytur þegar hann birtist manni sjónum. Mjög vandað. Ekkert ósennilegt að maður tengir eitthvað konunglegt við Trump-arann. Þá alveg sérstaklega þegar hann opnar á sér munninn til að segja eitthvað geypiimikilvægt, þar sem geyflurnar á honum ganga til og frá til áherslu og undirstrikunar á því sem hann hefur að segja.