SiggiSiggiBangBang

Tommy Dorsey

Sep
22
tommy_dorsey.jpg

[MEDIA=23]You’re a sweetheart – composer Tommy Dorsey

Ég uppgögvaði þetta lag fyrr í dag, þegar ég fór í bíltúr út fyrir bæinn. Með í för var nýi fíni útvarpssendirinn sem ég festi fé í fyrr í vikunni. Hann virkar þannig að ég get tengt við hann ipod klemmuna, sem ég hleyp yfirleitt með, og spilað í sendinn sem svo varpar gúmmilaðinu út á einhverri tíðni sem er ekki frátekin. Með þessu móti get ég hlustað á eftirlætistónlistina mína í útvarpinu meðan ég keyri á milli sveitarfélaga. Ef Jóhannes í fóðrubílnum væri svo að keyra fóðurbílinn í 10 metra radius við mig, þá gæti hann sömuleiðis stillt inn á útvarpssendinguna mína. Ég hef þó litla trú á að hann skipti á milli stöðva; hann er tryggur Bylgjulestinni, fyrir að gera hann ódauðlegan.