SiggiSiggiBangBang

Jerry Esperson

Sep
30

Af öllum dásamlegu persónunum í Boston Legal, samhæfi ég einna best með Jerry Esperson. Jerry er með Asperger heilkenni. Hann skarar framúr í bóklegri lögfræði, en er alveg laus við alla óþarfa félagsfærni. Vegna vanhæfni í mannlegum samskiptum og stundarbrjálæðis er Jerry gert að hætta hjá lögfræðistofunni sem þættirnir gerast á. Hann ákveður þá að taka sig á í mannlegum samskiptum og gengur til sálfræðings, sem beitir hugrænni atferlismeðferð til að hjálpa Jerry að fóta sig í samfélagi við annað fólk. Eftir að hafa verið í nokkrar vikur í meðferðinni, ákveður Jerry að heimsækja gamla vinnustaðinn, til að sýna fyrrum kollegum sínum hversu vel meðferðin gengur.

[MEDIA=29]