In heaven

Í dag er mikill gleðidagur og af því tilefni vill ég gera aðgengilegt hér á vefsetri mínu eitt af mínum eftirlætislögum: In Heaven.

[MEDIA=41]

Upprunaleg útgáfa var samin og flutt af Peter Ivers sérstaklega fyrir myndina Eraserhead eftir títtumrædda perlu allra tíma: David Lynch. Peter Ivers er núna sjálfur í himnaríki. Hann var laminn til bana með kylfu árið 1983.

Í atriðinu syngur hin svokallaða Ofnadama(The radiator lady) lagið. Hún er með eindæmum ófríð, með hræðileg kýli á sitthvorri kinninni. Kinnakýli hafa alltaf haft lokkandi áhrif á mig. Kinnakýli og húðsepar.

[MEDIA=42]

Pixies gerði lagið að sínu og festi það í hugum minnar kynslóðar. Í þessari útgáfu syngur Frank Black.
Ég þekki ekki uppruna þessa myndbands, en hér er að mér virðist enn einn bílskúrslistasnillingurinn á ferð, sem fær að njóta sín fyrir tilstilli nútímatækni. Einhver sem hefði að öðrum kosti veslast upp og lognast út af með alla sína sköpunargáfu.

[MEDIA=43]

Fyrir um fjórum árum síðan komu Pixies til Íslands og spiluðu í reiðhöllinni. Á þá tónleika fór ég með hórunni henni Frú Sigríði. Þrátt fyrir að vera með andstyggilega flensu, missti ég mig gersamlega og dansaði og gargaði eins og þykir svo prýðilegt hér á bæ.

Alþjóðlegt hommaklám

Það er sérstakur unaður að sitja á Amerískum Stíl, en þar snæddi ég kvöldverð með alveg sérstaklega prýðilegu fólki. Við vorum öll sammála um að alþjóðlegt hommaklám er algerlega málið. Það er ekkert sem kemur manni eins til og að sjá borubrattan olíuborinn kínverskan graðfola eiga ástarfund með ríkulega loðnu mexíkósku svitafýlutrölli, ég tala nú ekki um ef sá kínverski tekur sig til og ________, að því búnu ________ _________ sá mexíkóski _______ flengir með _________ , því fátt er eins kynæsandi. En David Bowie er líka kynþokkafullur og þarf maður ekki aðhyllast alþjóðlegt hommaklám til að átta sig á því. Hann var einmitt að söngla þetta fallega lag Absolute Beginners í hátalarakerfinu á Amerískum Stíl, þegar við settumst að borði. Við fengum ekki við okkur ráðið og fórum öll að dilla okkur og syngja með.

Mér finnst þessi útgáfa úr Bíbinu, skárri en sú úr myndinni, sem er alveg sérstaklega hallærisleg. Bakraddirnar í þessu lagi eru æðinsgengilegar.

[MEDIA=40]

Stærri útgáfa.

Ljóð um ástina

Hér er svo lítið fallegt ljóð sem ég vill tileinka ástinni:

Ástin
Drulla. Sori. Húðsepi. Ljótt. Ógeð. Andstyggð. Óþverri. Skítlegt. Kúkur. Eigingirni. Endaþarmur. Gyllinæð. Heimska. Sjálfselska. Skítaklepri. Fáviti. Viðbjóður. Legáti. Tíu ellefu og tólf. Drulluháleistur. Hland. Helvíti. Sóðaskapur. Hægðir. Kynfæravörtur.

Á ég að fara út með ruslið ástin mín?

Gerður G. Bjarklind

Hér er lítið fallegt ljóð sem ég samdi sisona um Gerði G. Bjarklind:

Gerður G. Bjarklind er fegurð.
Gerður G. Bjarklind er hugarástand.
Gerður G. Bjarklind er stemning.
Gerður G. Bjarklind er sannleikurinn.
Gerður G. Bjarklind er vindurinn.
Gerður G. Bjarklind er sólin.
Gerður G. Bjarklind er Þingholtin.
Gerður G. Bjarklind er Vesturbærinn.
Gerður G. Bjarklind er Ísland.
Gerður G. Bjarklind er lífið.

Þú ert ekki Gerður G. Bjarklind!

Gerður G. Bjarklind er Gerður G. Bjarklind!

Lífsharmurinn

er kominn í hús. Vorum að taka upp nýja sendingu. Fyrstir koma fyrstir fá. Hinn eldhressi lífsharmur hefir enn og aftur tekið hús á mér. Ég sat í góðu yfirlæti og hlustaði á happy talking talking, happy talk á öldum internetsins þegar barið var að dyrum hjá mér. Hver getur þetta nú verið, hugsaði ég með hausnum mínum hárlausa. Er ég lauk upp dyrunum, stóð hann þar niðurlútur og heilsaði mér með ferskum andblæ af trega og sorg. Blessaður maður, sagði ég kampakátur yfir að sjá þarna gamlan og góðan vin. Komdu inn, ég set köff yfir hlóðir. Lífsharmurinn kom sér fyrir á koll inn í eldhúsi. Himinlifandi dansandi til og frá í ruthma og melódíu hafði ég til köff og sékursnúða. Jæja, Lífsharmur, sagði ég með kumpánlegu röddinni minni; röddinni sem ég hafði tileinkað mér eftir að stúdera hressa útvarpsmenn á hinni lífsglöðu útvarpsstöð Bylgjunni.
Jæja, Lífsharmur, sagði ég og af miklum myndarskap skenkti ég honum gúmmilaðiköff af bestu sort í veðraðan bolla. Eftir að hafa rætt við þennan gamla trausta vin drykklanga stund, komst ég að því að ég hef vaðið villu undanfarna mánuði. Ég hef misst sjónar af sannleikanum, sem er óumdeilanlega sá að lífið er alveg sérstaklega kjánalegt og alveg gersamlega tilgangslaust. Heimurinn er yfirfullur af fáráðlingum sem sáttir eru í hjarta sínu, ef til er nóg af nachos og kóka kóla. Fyrir þeim, skiptir eftirfarandi mestu máli: ríða, éta, skíta, sofa, horfa á sjónvarp, og þá helst í þessari röð. Nú ætla ég með lífsharminum í bíltúr og mega því hresslingar og aðrir fábjánar hafa varann á. Já, það hefur svo sannarlega ræst úr þessum degi.