Pest

Ég held ég hljóti að vera ræfilslegasti maðurinn í gervöllu póstnúmerinu. Upp úr þrjú í nótt, vaknaði ég með slæmsku í maganum mínum. Til að hafa ofan af fyrir mér, hófst ég handa við að gubba sem nemur 10 kílóum af allskonar kræsingum sem ég hef rennt niður það sem af er ári. Þeir sem mig þekkja, vita að ekkert kætir mig eins mikið og að missa fjöldan allan af kílóum, við frekar litla áreynslu, þó svo að sum gubbulaðiköstin hafi verið svo heiftarleg, að ég hélt á tímabili að ég hefði hafið ferð mína inn í eftirlífið. Í eftirlífinu er gaman að vera til, þar er ekkert gubbulaði, enginn sjónvarpsþáttur sem heitir Silfur Egils, engin aukakíló og ekkert moggablogg. Þannig er nú eftirlífið.