SiggiSiggiBangBang

Einnar línu blogg

Nov
29

Ég hef í hyggju að breyta aðeins bloggháttum mínum. Í stað þess að skrifa langa tilvistarkreppupistla, skreytta orðaglamri og tilgerð, ætla ég að skrifa einnar línu blogg sem ég yrði úr hugsunum af efsta lagi heilatuðru minnar. Ummæli mín um hitt og þetta sem betur mætti fara í mannlífinu, varpa ég fram fullviss um að allir séu sérstaklega áhugasamir um það sem ég hef fram að færa.

Hér eru dæmi um tímamótahugsanir sem gætu orðið að fyrirtaks einnar línu bloggum:

“Ég er svangur!”
“Ohhhhh, ég vildi að ég væri sofandi!”
“Kannski ætti ég bara að flytja til útlanda!”
“Hann er fáviti!”
“Ef ég væri með tvö typpi…..”
“Svo kom í ljós að hún er vond manneskja.”
“Mikið er kalt – ég ætti kannski að kveikja á gasinu?”
“Best að fara inn á facebook, það eru heilar tvær mínútur síðan ég gerði refresh.”
“Hver er ég til að dæma um hver er fáviti – ég er fáviti!”
“Ég er að fitna!”