SiggiSiggiBangBang

Mamihlapinatapai

Apr
20

Oft fæ ég spurninguna: Hey Siggi, hvað er eiginlega mamihlapinatapai? Þá segi ég eitthvað eins og: Hva???? Veistu ekki hvað mamihlapinatapai er? Svo hnussa ég, og þegar mér líður orðið nógu vel í gúddí gúddí gúmmilaðinu mínu, dett ég í föðurlega uppfræðslugírinn.

Mamihlapinatapai er orð í Yaghan tungumáli, sem er mállýska Tierra del Fuego. Ekki er til neitt sambærilegt orð í öðrum tungumálum. Þetta lýríska orð, sem líður svo mjúklega um talfærin, lýsir augnagotum tveggja aðila sem vilja að hinn aðilinn hefji eitthvað sem báðir þrá, en hvorugur þorir að stíga fyrsta skrefið. Þar hefurðu það. Þannig að í næsta skipti sem þú stendur andspænis einhverjum sem þú vilt bregða á leik með, en ert ekki nógu viss um hug viðkomandi, getur þú brotið ísinn með að segja honum frá merkingu þessa skemmtilega orðs.