Mig dreymdi einkennilegan draum

Í nótt dreymdi mig einkennilegan draum. Mig dreymdi að ég gæti tekið af mér typpið og notað það sem barefli. Í draumnum var það töluvert stærra en það er í raunveruleikanum og á litinn eins og rautt bjúga. Ég man að ég otaði því að einhverjum sem ég átti sökótt við og hótaði honum öllu illu. “Nú lem ég þig fanturinn þinn!” gargaði ég og gerði mig líklegan til að berja á honum. Viðkomandi hrökklaðist í burtu. Þegar ég var orðinn einn reyndi ég að festa typpið á mig aftur, en það gekk brösulega. Ég gaufaði með það í klofinu á mér og vonaðist til að það skyti rótum, en allt kom fyrir ekki. Ég man ég hugsaði með sjálfum mér að líklega þyrfti ég að fara á spítala til að láta sauma það aftur mig – mikið hvað það yrði nú neyðarlegt. Svo vaknaði ég.

Ég velti fyrir mér hvort þessi draumur tengist þeirri hugsun minni að kynhvötin flækist fyrir og jafnvel eyðileggi samskipti fólks. Hvernig tengsl manna á milli væru ef kynfærin væru á bak og burt. Þar sem fleiri en einn koma saman liggur alltaf í loftinu sá möguleiki að njugga saman kynfærum. Mikið væri gaman að vera laus undan þessu.