Utan vébanda

Fáir af þeim sem villast inn á þennan vef fyllast réttlátri reiði og hella úr skálum gremju sinnar í umkvörtunarkerfinu. Afhverju ætli það sé? Liggur í skrifum mínum og myndbandagerð, hversu óstöðugur persónuleiki ég er? Ég hef skrifað hugrenningar mínar á netið frá því 2002 og eru þeir teljandi á fingrum annarrar handar sem hafa móðgast út í mig og lesið mér pistilinn. Þóttafullir moggabloggarar virðast halda sig innan vébanda moggabloggsins, en þar er hvorki vítt til veggja né hátt til lofts.

Já, Siggi minn, Moggabloggið er víða, ekki aðeins spítali, ekki aðeins höll, heldur mynstur ofið úr þráðum svo fínum að enginn greinir þá, hvorki keisarinn né börnin, hvorki ég né þú.