offita

Eftir allt gúmmilaðið sem ég hef látið oní mig á ferðum mínum til Hollands og Ítalíu finn ég að þvermál mitt er orðið meira en það var. Þetta er afar slæmt, þar sem ég hef í gegnum tíðina þurft að hafa talsvert fyrir því að ná af mér aukakílóum. Þessar stöðugu vangaveltur um kjörþyngd og ákjósanlegt fitumagn líkamans fékk ég að gjöf frá móður minni sem var með fitu á heilanum. Mér er það fullljóst að það vill enginn eiga feitan vin eða maka, svo ég hef mig allan við.
En guð sé oss næstur hvað Ítalir kunna að brasa mat. Það gengur hreinlega allt út á að kaupa í matinn, laga mat, og tala um mat. Ég hef held ég aldrei á ævinni notið þess eins að éta og spekúlera í mat.

Hér í súpumörkuðum er úrvalið ekkert minna en ömurlegt. Ég verð að viðurkenna að ég fann fyrir þunglyndi og viðbjóð eftir ferð í 11/11 í gærkveldi. Djöfuls verðlag líka. Andskotans vitleysa er þetta. Ég gekk út með 2 litla poka sem að kostuðu mig 4000kr. Djöfullinn sjálfur.

Nú þarf undirritaður að fara að gera eitthvað í sínum offitumálum. Síðastliðinn vetur stundaði í líkamshreyfingar í svitapungaræktinni niður í Laugardal. Þangað fara allir ungir menn á uppleið til að þjálfa á sér skrokkinn. Ég gat ekki hugsað mér annað en að gera það sem allir íslenskir athafnamenn gera að loknum erfiðum degi á skrifstofunni. Nú hinsvegar hef ég ákveðið að stíga aldrei framar inn á líkamsræktarstöð. Frá mínum bæjardyrum séð eru líkamsræktir helber óbjóður. Samansafn af sérstaklega ógeðslegu fólki. Nei, nú fer ég snemma dags út að skokka og ég kann því alveg afskaplega vel.