Hið íslenska bankarán í sinnemaskópi og tæknilitum

[media id=207 width=520 height=280]

Á þessum tímapunkti í andlegri reisu minni, þykir mér rétt að gangast við þessu fallega myndbandi sem gert var almenningi aðgengilegt á þúskjá fyrir einhverju síðan. Óþverrinn varð til í sjúkum hausnum á góðvini mínum Hákoni Jens Péturssyni, og var ein af fyrstu tökum á glæsilega RED vél í eigu Jóa tökumanns(sem ég veit ekki hvað heitir fullu nafni). Þetta þrekvirki mannsandans vakti með mér blendnar tilfinningar og á tímabili óskaði ég þess að það færi ofan í skúffu í byggingu sem svo síðar myndi kveikna í og brenna til grunna. Ég hef séð hræðilegar myndir af sjálfum mér þar sem ég er blindfullur og ógeðslegur, en ég hef aldrei séð sjálfan mig jafn viðurstyggilegan og í þessari stuttmynd. Burtséð frá lokaatriðinu, þá er ég ekki einn um að gera þessa mynd viðbjóðslega, því vinir mínir Guðmundur Oddsson og Mörður Ingólfsson eru líka ógeðslega ógeðslegir;myndin verður því að teljast vel lukkuð. Hún var tekin síðasta sumar, fyrir hrun. Ég klippti hana, en þar sem hljóðið sem fylgdi með upptökunni var hálfónýtt, lá hún óhreyfð í marga mánuði, þar til að mikill snillingur aumkaði sér yfir okkur og lagaði hljóðið. Ég álít myndina glæsilega viðbót við videósafnið mitt, og vil árétta að ég er ekki svona viðbjóðslegur í lifanda lífi.