Nei, það er ekki svona gaman.

Fyrirtækjavefir þar sem birt er ein mynd eða fleiri af fólki hlæjandi eins og fífl vegna þess að það er svo æðislegt að vinna hjá viðkomandi fyrirtæki eru að mínu mati ein sú viðbjóðslegasta klisja sem fyrirfinnst á alnetinu prýðilega.

Oftar en ekki er hafður með á myndinni blökkumaður, eða manneskja með asískan uppruna. Þetta er gert til að fyrirtækið sé álitið fordómalaust þegar aðrir kynþættir en sá hinn hvíti á í hlut.

En þrátt fyrir að vera ógeðsleg klisja, þá enn þann daginn í dag er þetta aðferð sem er víða notuð. Ekki þarf að eyða löngum tíma í að finna fyrirtækjavef, þar sem er mynd af einhverjum fáráðlingum hlæjandi yfir einhverju snéðugu. Og hvað vitum við um það hvað þetta fólk er að hlæja af. Gæti ekki mögulega verið að þarna sé á ferðinni eitthvað andstyggðarpakk að gleðjast yfir óförum manna eins og Guðmundar í Byrginu. Er það hugsanlegt?