Fjallabræður – Gangnamannavísa

Vill nú svo skemmtilega til að undirritaður er kórfélagi í hinum karlmannlega karlakór Fjallabræður. Föstudaginn sem leið, þann þriðja í Airwaves, fluttum við bræður og “sveitungar” 40 mínútna dagskrá sem hófst á meðfylgjandi lagi sem heitir Gangnamannavísa. Tónleikana festi ég á DV band með spánýrri HD DV upptökuvél, sem ég keypti fyrir alla vasapeningana mína.

Fyrir þá sem ekki til þekkja, þá er ég auðfinnanlegur í þessum hóp karlmannlegra karlmanna, ekki vegna offitusjúkdómsins sem ég hef barist hatrammlega við í áratugi, heldur vegna þess að á höfuð mér er ekki stingandi strá að finna.

Get the Flash Player to see the wordTube Media Player.