Transcontinental spelt brauð

bread-002.jpg

Feitur á sál og líkama ráfaði ég slefandi um götur borgarinnar muldrandi: “Drepa, drepa, drepa.” Svo lærði ég að baka speltbrauð og líf mitt öðlaðist tilgang. Kílóin hrundu af mér og áður en ég vissi af var ég orðinn glæsilegri en ég hef nokkru sinni áður verið. Það þarf ekki að koma neinum á óvart þegar birtist heilsíðuviðtal við mig í Mannlífi undir fyrirsögninni: “Var afvelta af spiki, en er núna grannur, fallegur og eftirsóttur!”

Ég má ekki út fyrir hússins dyr, án þess að einhver ráðist á mig og heimti uppskriftina af þessu fína brauði, en hér er hún:

5dl – spelt
1dl – sesamfræ
3 tsk – vínsteinslyftiduft
1/2-1 tsk – sjávarsalt
1 1/2-2dl – ab-mjólk
1 1/2-2dl – sjóðandi heitt vatn

Ég hef það fyrir vana að tvöfalda þessa uppskrift, enda þarf ég að metta svanga munna allra persónuleikanna minna.

Fyrst er þurrefnunum blandað saman í skál. Hellið vökvanum útí og blandið varlega saman. Hægt er að setja ýmislegt fleira saman við brauðdeigið eins og sólþurrkaða tómata, ólífur, gulrætur, hvítlauk eða kryddjurtir. Setjið deigið í smurt brauðform og bakið í 25-30 mín við 200C.

Þetta brauð er Guð.

Baba Ghannouj uppskrift

Baba Ghannouj er mikið gúmmilaði og alveg sérstaklega einfalt að búa það til.
Það er sérstaklega gott með falafel salati og hummus. Einnig er það prýðilegt sem ídýfa með tildæmis nanó eða pítu brauð. Þetta er eitt af því sem ég borðaði töluvert af þegar ég var að skrönglast í Ísrael. Vinsæl matargerðí Ísrael er meira og minna komin frá aröbunum. Þess ber að geta það heyrir til undantekninga ef maður kemur auga á fituklumpa þarna niður frá.

4 – Bónussamsteypustærð af eggaldin.
3 – límón ávextir
3 – meðalstór hvítlauksrif
2-3 tsk – salt
3 msk – af þurri steinselju(lífrænt
ræktuð frá Helios) eða 1 stk
steinselja.
4-5 msk – Tahini

Setja í matvinnsluvél hvítlaukana og límón ávextina. Ég
þarf vart að taka það fram límón ávextina þarf að skera hýðið af. Blanda þessu saman þangað til úr verður þykkur grænn safi.

Hita ofn upp í 230 gráður. Eða hvað hann kemst í. Ég er með gamla og rómantíska Rafha eldavél frá sjöunda áratugnum. Skera laufin af eggplöntunum, en ekki toppinn.

Setja eggaldin inn í ofninn og baka í c.a 10-15 mínútur eða þangað til þau eru orðin eilítið brúnleit og mjúk.

Kæla þau aðeins niður.

Týna skinnið af eggplöntunum varlega og fleygja þeim í matvinnsluvél.
Hræra í tætlur, bæta svo út í öllu límón gumsinu og salti.

Að lokum er sett saman við tahini og því hrært með matvinnsluvélinni. Liturinn á
gúmmilaðinu verður tölvert meira aðlaðandi við þetta.

Bættu út í steinseljunni og hrærðu þangað til hún er orðin vel dreifð.

Hummus

Vegna þess að tveir síðust blókar mínir hafa snúið að kynlífi og öðrum álíka viðbjóði tel ég vera við hæfi að brydda upp á hummus uppskrift sem hefur fylgt fjölskyldunni í gegnum 3 kynslóðir:

2 bollar af niðursoðnum kjúklingabaunum (garbanzo beans)
2/3 bolli tahini paste*
5 matskeiðar ólífuolía
1/4 bolli sítrónusafi
3 hvítlauksrif
Salt og pipar eftir smekk
1 teskeið paprika
1 matskeið fersk brytjuð steinselja

Maður byrjar á því að mala niður baunirnar í þartilgerðum drullumallara. Því næst sallar maður með restinni og notar safann af baununum til að létta róðurinn.
Þetta fer svo best með pítubrauði og grænmeti.