Komið sæl!

Það liggur í augum uppi að kvékindið er byrjað að blogga. Þessi síða er öll í smíðum, en ég á von á því að þetta sóðist hér inn á næstunni, þ.e.a.s það sem ég ætla að bjóða upp á stafrænum nútíma. Sem stendur er ég að nota hráslagalegt sql tól til að frussa hér inn þessari færslu. Fyrir alla muni fylgist með framgangi mála, það er aldrei að vita nema að ég hafi lausn við lífsgátunni seinna meir.