George C. Scott sem að best er þekktur fyrir leik sinn í myndinni um generálinn herskáa Patton er búsettur hérlendis, mér og öðrum íslenskum aðdáendum til mikillar gleði og sérstakrar furðu. Fyrir mitt leyti er George C. Scott meðal bestu leikara sem að uppi hefur verið og er mér sönn ánægja að vita af honum hér á STÓRborgarsvæðinu. Ég get vart lýst því hvernig mér leið innanbrjóst þegar mér var tjáð að til hans hefði sést í vesturbæ Reykjarvíkur sinnandi sínum hversdagslegu erindagjörðum rétt eins og hver önnur manneskja. Gaman væri að vita hver hans skoðun væri á hinum illræmdu öflum sem að fylgja jólanasistasveininum og hvað er til ráða.
Comments are closed.