In the back seat

“Við höldum okkur til á bannsvæðunum því þar væri helst að fá það!”

Ég veit ekki afhverju djöfulanum mér kom til hugar þessi setning þegar ég fékk sent andstyggilegt SMS þar sem ég var minntur á árshátíð Anal félagsins. En það er borðliggjandi ég fer ekki á neina helvítis árshátíð. Fyrir það fyrsta þoli ég ekki fólk, í öðru lagi er ég með stóra bólu á hökunni, í þriðja lagi á ég ekki neitt nema skitagallann sem ég geng í frá degi til dags. Af einhverjum orsökum er tískan alveg hætt að elska mig, þar fyrir utan hef ég vanist því kyrfilega að vera viðbjóðslega púkó. Ég er engin fegurðardrottning og hef aldrei verið. Ég er með ólíkindum óaðlaðandi með þessa stökkbreyttu bólu í andlitinu. Ég vona það verði til þess að fólk haldi fjarlægð sinni. En eru ekki svei mér þá bara allir eins í einhverjum tussulegum gallabuxum í einhverri ógeðslegri skyrtu og röndóttum jakka, guð sé oss næstur. 101 og útlönd. Nú er ég farinn, í rófuholu með ykkur.

One thought on “In the back seat”

  1. Það er ekki séns að ég hlaði mér í klassann á um helgina Djeng, ég er hestþreyttur…var elg-peggaður með moonshine á kæjanum og munntóbak í grímu á laugardaginn!

Comments are closed.