Mikið andskoti þótti mér heimildarmyndin “Do you like Iceland” sem var sýnd á RUV í gærkveldi mögnuð. Ég verð þó að viðurkenna að ég tók andköf yfir því hvað við erum ömurleg hér út í ballarhafi. Fyrri part myndarinnar kom mér til hugar að ákveðnir útlendir aðilar sem ég hef verið í tygjum við hefðu gaman af því að sjá þennan ófögnuð, hinsvegar þegar líða tók á myndina fór ég að skammast mín fyrir það hvað við erum viðbjóðslega púkó. Ég man að einhvern tímann til að kynna land og þjóð tók ég með mér myndina “Hafið” vestur eftir og guð sé oss næstur hvað ég sá innilega eftir því. Sú mynd skilaði okkur íslendingum sem þunglyndu sífullu sveitafólki sem stundar kynlíf innbyrðis. Reyndar var fullt af jákvæðri umsögn um okkur í þessari fínu heimildarmynd en allir jákvæðu punktarnir drukknuðu sjálfkrafa í viðbjóðslegum arkitektúr, lauslátum kvenpening, ógeðslegum huglausum stereótýpum, drykkjulátum, minnimáttarkennd(af þeirri tegund sem prýðir tildæmis þessa síðu), sveitalubbamennsku og almennum óbjóði. “Ísland best í heimi” var semsagt tekið kyrfilega í endaþarmsopið og allar birgðir landsins af A+D kremi lina ekki sársaukann sem því fylgir.
4 thoughts on “A+D”
Comments are closed.
KANADA – VIÐ ERUM Á LEIÐINNI!
Damn right! Fuck this shitcreek, give me peps blue ribbon!
djö að hafa misst af þessum ósóma:|
K – þú verður að róa þig. Það gengur ekkert að æða af stað til Kanada. Hvað þá að taka allan vinahópinn með sér. Fuss og svei.