basic

Fyrir þá sem ekki vita hvað ip tala er bendi ég á þennan tengil http://en.wikipedia.org/wiki/IP_address.

Ég hef aðeins verið að leika mér með ip tölur hér á þessum vef. Ég byrjaði fyrst á þessu þegar mér fannst athugasemdir ákveðins aðila alveg sérstaklega ósmekklegar. Mér fannst þetta ekki ósvipað og ef ég færi í heimsókn til einhvers, tæki niður um mig og skiti á gólfið hjá viðkomandi. Það þarf varla að taka það fram að slíkt þykir ekkert sérlega fínt, hvað svo sem kann að gerast í framtíðinni. Þegar ég fór svo aftur að leika mér með ip tölur lét ég kerfið mitt litla sæta senda mér póst þegar önnur ákveðin manneskja heimsótti þennan vef. Mér finnst þetta persónulega of fyndið til að halda kjafti yfir því, en á sama tíma finnst mér ótrúlegt hvað hægt er að verða upptekinn af því fólki sem stendur manni næst. Mér skilst að þetta kallist þráhyggja á fræðimáli. Getur verið að einhver hafi skoðun á því?
Í einhverju reiðikasti gerði ég þessa sömu manneskju útlæga af vef mínum. Nú, er kerfið stillt inn á að virða viðkomandi að vettugi. Ég kalla þá forritun sálarheill.

Um daginn fór ég að fíflast í leitarvélunum. Það er þannig að fjórum algengustu leitarvélunum er boðið upp á að lesa texta á þessum vef sem er engum öðrum aðgengilegur. Hinsvegar þegar ákveðin stikkorð eru slegin inn í Google eða msnsearch þá birtist þeim er leitar fáeinar málsgreinar úr lítilli sætri sögu. Þetta er að sjálfsögðu allt til gamans gert, en gerir jafnvel þeim sem gæti verið þetta viðkomandi mögulegt að finna upplýsingar án þess þó að ég opinberi þær fyrir þeim sem sækja þessa síðu að jafnaði.
Þeir sem til þekkja þurfa ekki að upphugsa einhver vísindi til að finna út úr þessu.