fyrirheit fögur

Ég hef gert smávægilegar breytingar á vefnum mínum. Ég hef reyndar einu sinni áður eytt út myndunum mínum, en af óskiljanlegum orsökum poppuðu þær upp aftur eins og eitthvað sem vill ekki deyja. Ég hinsvegar sný ekki aftur með neinar af þeim myndum sem ég hef birt hér á vef mínum. Ég sé enga ástæðu til að núa sjálfum mér því um nasir, hversu mikið djöfuls flón ég er. Á stundum sem þessum, gargar eitthvað innra með og fyrirheit fögur vakna til lífssins.

4 thoughts on “fyrirheit fögur”

  1. Nei, ekki get ég nú tekið undir það með þér kæri vin. Ég held að maður hafi þetta bara gersamlega í hendi sér.

  2. Kann að vera að þú hafir á réttu að standa, “hver er sinnar gæfu smiður” og allt það.

    Ljóst þykir þó að smíðavinna á ekki við okkur alla!

Comments are closed.