
Skyndilega, án þess að ég fengi nokkuð við það ráðið, glæddist innra með mér ást og kærleikur til þessa manns. Pollrólegur, alveg ósofinn stendur hann í miðri stórhríðinni og geislar af heilbrigði og elegans. Ég fylltist mér áður ókunnugri þjóðrækni, þar sem ég fylgdist með honum á blaðamannafundinum í dag. Ekki einu sinni, heldur í þrígang lýsti hann því yfir á bæði ensku og hinu ylhýra hversu ósvífinn honum fannst Gordon Brown. Hann hóf hinn enskumælandi fund á þessari yfirlýsingu, en eftir að hafa svarað nokkrum spurningum endurtók hann yfirlýsinguna nánast orðrétt. Það var þá, sem eitthvað gerðist í hjarta mínu sem ég fæ ekki útskýrt. Geir H. Haarde hætti að vera bara Geir H. Haarde, og kallast því hér eftir Geir H. Haarde okkar.
hehehhehehehe….Þú ert fyndinn og skemmtilegur bloggari,Siggi.
Ég get nú tekið undir að það er aðdáunarvert hvað sumir þessara manna halda kúlinu undir öllu þessu álagi!
Þetta er ískaldur töffari. Kúlið verður ekki af honum tekið.
Ég væri fyrir löngu búinn að biðja um leyfi til að fá að fara heim, mér væri eitthvað svo illt í maganum.
Ekki öfundsvert lið –