Bitter Moon

Ég hef í gegnum tíðina verið aðdáandi Roman Polanski, þó svo ég hafi ekki borið mig eftir að sjá allt sem hann hefur gert. Mér minnistæðust er mynd hans Bitter Moon, sem er eina myndin sem ég hef umborið hinn viðbjóðslega Hugh Grant. Konur fengu í þessari mynd uppræsn æru gegn andstyggilegri framkomu hins kaldlynda karlpenings. Peter Coyote leikur amerískan frjálslyndan rithöfund, sem hefur holað sér niður í París vegna þess hversu andskoti veraldarvanur hann er. Það þykir mér eðlilegt, því hvað undirstrikar það betur hversu mikill heimsborgari viðkomandi er en einmitt þessi staðsetning. Kannski svolítið klysjukennt en lýsir vel grunnum persónuleika hans. Í París kynnist hann geypifallegri franskri konu sem hann verður ástfanginn af. Upp hefjast ósköpin öll af óhefðbundnum ríðingum. Þegar kynlífslostinn yfirgefur hið eigingjarna svín, tekur hann til við að pynta stúlkuna með viðbjóðslegri framkomu sinni. Hann er hugsjónamaður og telur að konan velji sér það sjálf að þjást, og að ef hún væri ekki svona heimsk þá léti hún ekki bjóða sér upp á kúgun af því taginu sem hann sérhæfir sig í. Fyrir þá sem ekki hafa séð þessa mynd fer ég ekki lengra, en það er fátt meira frískandi en vel sögð saga um viðbrögð mannskepnunnar við hverskyns þjáningu.
Hvers vegna er mér þessi mynd svona hugleikin um þessar mundir? Engin sérstök ástæða. Ég einungis rakst á umfjöllun um hana í blog heiminum. Mér varð hugsað til þess tíma er ég sá hana fyrst. Viðbrögð þeirra sem stóðu mér nærri voru meira en lítið undarleg.

En guð minn góður, það þarf tvo í tangó.

One thought on “Bitter Moon”

  1. Klárlega ein af betri myndum kvikmyndasögunnar.

    ég rambaði á þessa mynd í stjörnubíó í heldur annarlegu ástandi í félagi við stúlkukind eina hér um árið og hef ég sjaldan farið eins saddur úr kvikmyndahúsi og einmitt þá!

Comments are closed.