Óviðeigandi gleði.

Einkennilegt en mér til mikillar furðu varð ég uppvís að lítilsháttar gleði. Ekki samt svo mikið að hægt sé að draga mig i dilka. Bara rétt nóg til að ég brosti aðeins út í annað og hugsaði með sjálfum mér að þetta væri nú bara næstum því þolanlegt. Þetta er að sjálfsögu gersamlega á skjön við persónutöfra mína og ekki laust við að ég færi hjá mér. Og hvar upplifði ég þessar yfirnáttúrulegu tilfinningar. Hvar annars staðar en í súrri svitafýlunni af viðbjóðslegu world class fólkinu. Þegar ég var búinn að brosa/glotta nógu lengi með sjálfum mér fannst mér mál til komið að fara að hatast aftur út í ónefnda persónu vestanhafs.

Ég fór vísindalega í gegnum það hvað ég væri æðislega góður maður og hvað þessi manneskja væri hryllileg.

Þetta líf er nú svolítið skrítið. 🙂

Ég reyndi að endurvekja ástandið í mynd.
Hún ber greinilega þess merki að um ofleik er ræða.

5 thoughts on “Óviðeigandi gleði.”

  1. Ég ætla nú bara að vona að þetta verði ekki að vana hjá þér Siggi minn. Gengur ekki að þú verðir einn af hressa fólkinu.

Comments are closed.