Melinda and Melinda

Nýjasta mynd Woody Allen er ekki að fá svo frábæra gagnrýni. Ég hinsvegar er svo ömurlegur að ég get kyngt nánast hverju svo sem hann setur nafn sitt við. Mér finnst hann æðisgenginn. Ég sá Melinda and Melinda í bíóhúsi á 42nd street í New York. Hún varð fyrir vikið mun áþreifanlegri og ekki skemmdi það stemmninguna að eitt atriðið er tekið fyrir framan þetta bíóhús. Ég kann að meta þessa kómísku dramatík hans Woody, þar sem hann segir sögu fólks sem er yfir höfuð alveg hræðilega tilgerðarlegt og upptekið af sjálfu sér. Í gegn skín að hin eilífa ömurlega leit af sannri ást er alveg ótrúlega mikið helvítis kjaftæði. Í það minnsta eru náin kynni tímabundið sæluástand sem er dæmt til að fjara út og deyja kvalafullum og viðbjóðslegum dauðdaga.

4 thoughts on “Melinda and Melinda”

 1. Já…. ég hata ást. Ég kann hana ekki… ég á eftir að enda einmana og bitur… ég vildi að ég væri hrossafluga eða flatormur.

  …ég ætti kannski að sprengja mig í loft upp? Ekki samt til að taka aðra með mér… bara einn einhverstaðar útí hrauni… Ég er haldinn djúpri sjálfssprengiþrá. Hvernig í ósköpunum getur úrkynjað spendýr eins og ég þróað með sér svo órökrétta þrá? Ég meina það er ekki eins og það sé líffræðilegur eiginleiki minn að springa. ólíkt “bombu bjöllunni” sem lesa má um hér:

  http://www.faunanet.gov.au/wos/factfile.cfm?Fact_ID=165

  Skyldi ég hafa verið brottnuminn, og splæst í mig bombubjöllu genum?

  ….

  og eins og það sé ekki nóg að vera kvalinn af sjálfssprengiþrá þá er ég að pikka á annars manns tölvu… og ég fæ stanslausan raflost af henni!!!

 2. ha haha.. þessi bjalla er æðisleg, langar í eina svona.. nei annars ég held að kötturinn verði þá ekki nógu ánægður með mig.

Comments are closed.