Hengja og skjóta alla helvítis þrjóta dagur í dag.

Ég á til alveg óeðlilega mikið af viðbjóði og pirring í deginum í dag. Ég á svo mikið af þessu að ég hef ákveðið að gefa með mér allan þennan viðbjóð. Því segi ég “gakk í sjóðinn og tak ykkur hnefa, því sál mín er mettuð og barmafull”.

Það er einmitt talað um það í akademíunni að maður eigi alls ekki að liggja á þessum guðs gjöfum, heldur einmitt að deila þeim með eins mörgum og unnt er. Ég hef haft þetta að leiðarljósi, svo ef einhverjum vantar eitthvað upp á þunglyndið sitt, þá yrði mér sannkallaður heiður í því að bæta því við sem upp á vantar.

Já, ég geri mér grein fyrir því að mér er það í sjálfval sett hvort ég velti mér upp úr ákveðnum hlutum, en oftar en ekki er erfitt að setja botn í mál sem hafa verið viðvarandi í langan tíma. Ég hef ekki trú á því að persóna geti orðið það glymrandi andlega æðisgengin að ekkert bíti á hana. Guð sé oss næstur ef það er orðið keppikefli.

Ég vill mæla sérstaklega með hljómsveitinni Talking Heads sem meðal við grámyglu og skít.

One thought on “Hengja og skjóta alla helvítis þrjóta dagur í dag.”

  1. Lofar hnefafylli af þunglyndi og viðbjóði og slærð svo út með að mæla með Talandi Höfðum sem lausn við öllu saman…. mér finnst ég vera svikinn og vill fá endurgreitt!

Comments are closed.