Neðanjarðalest í Fíladelfíu.

Við komu mína til borgar hins himneska friðar, (eða var það eitthvað annað sem þessi borg er kennd við?) þá neyddist ég til að taka neðanjarðarlest mér til mikils hryllings. Klukkan var seint að kveldi og megnið af því fólki sem var þarna saman komið var meira en lítið einkennilegt. Mér fannst sem ég hefði lallað inn í kvikmynd Martin Scorcese Taxi Driver og átti von á að einhver hæfi skothríð hvað og hverju. Ég var meira en lítið skelkaður, það verður að segjast eins og er. Ég var eiginlega bara felmtri sleginn.

3 thoughts on “Neðanjarðalest í Fíladelfíu.”

  1. veru var um þig…. starðu ódæðismennina niður… og mundu að sá sem á fyrsta höggið lifir að öllum líkindun af.

  2. Bara fara í Wall-Mart Siggi minn. Getur keypt í matinn og verslað þér skotvopn í leiðinni. Held það séu allir gráir fyrir járnum þarna hvort sem er þannig að það er um að gera að slást í hópinn. Mundu bara “Guns don´t kill people, Americans do”!!!!

Comments are closed.