New York

Ég hef lokið einu af erfiðari verkefnum lífs míns. Ég er þreyttur og ég hlakka til að komast heim til Íslands. Ég er merkilega sáttur við málalok. Ég kann vel að meta New York. Andrúmsloftið hér er alveg einkennilegt. Ég hugsa að annað hvort samlagist maður New York á fyrstu klukkustundunum, eða bara alls ekki. Fyrsta klukkutímann fór um mig hrollur og viðbjóðstilfinning. Þegar líða fór á daginn var ég orðinn mun líflegri. Ég hef alveg hug á að eyða einhverjum tíma hér við aðrar aðstæður en þær sem ég er að koma úr.

4 thoughts on “New York”

 1. Juuu minn eini – ég er netlaus í nokkra daga og á meðan stingur þú af til NY af öllum stöðum. Ég á ekki til eitt einasta orð.

  Ég vona innilega að þú hafir tekið með þér hlý föt og að þú biðjir bænirnar þínar á kvöldin. Bara til öryggis.

  Ég fór á ball á föstudagskvöldið og þar söng Geir Ólafs snilldarlega lag um þessa fögru borg – ég tímdi ekki að dansa á meðan.

  Svo missti ég röddina.

  Sjáumst fljótt og gleðilega páska.

  Kær kveðja.

 2. Ég er ekkert fyrir að vera með neitt óþarfa blaður um ekki neitt, þannig að ég er ekkert að tjá mig neitt lengur í þetta skiptið.

 3. Óh my god!!!!!

  Þú ert hugaður maður að fara til Nýju Jórvíkur. Ég er alltaf sjúklega ástfangin af þessari borg… Er hægt að fá ferðasöguna í díteilum?

 4. Var ekki búin að skoða myndirnar áður enn ég kommentaði… Þú ert fífldjarfur að hanga utan á skýjakljúf til að ná mynd af þér í Manhatan-landslagi og að fara til Coney Island. Ef ég væri enn white trash þá myndi ég búa þar og vinna í skemmtigarðinum*

Comments are closed.