sólin er komin upp


Ég tel að það sé orðið töluvert síðan ég var jafn sáttur við líf mitt og tilveru. Það er kominn í mig þartilgerður Tinni, sem er mikil atorku og athafna tilfinning. Ég hef lokið við að skera Morris niður í trog, hann biður fyrir kveðju. Það er skítakuldi í New York og viðbjóðsleg rigning. Ég hef ákveðið að hér vill ég eiga heima. Grunur minn var á rökum reistur. Mér líður eins og ég sé staddur í miðri Woody Allen mynd.

Comments are closed.