Bluescreen í Manhattan

Ég held ég hafi aldrei hrúgað á mig öðru eins magni af fötum. Ég hef um það grun að tískan hafi loksins tekið ástfóstri við mig. Ég er alveg fyrirmynda íslendingur í þessari ferð. Á mig hefur runnið kaupæði sem aldrei fyrr. Talandi um það að vera íslendingur, ég heyrði í einhverjum ógeðslegum landsbyggðaríslendingum hér á götum borgarinnar. Um mig fór hrollur. Ég get ekki sagt að ég hlakki mikið til að fara heim. En hér hef ég svosem ekkert að gera lengur. Ég hef að mestu til haldið mig á Manhattan. Ég hef gengið hér fram og aftur eins og fucking fáviti. Ég er á því að ekkert standist þessari borg samanburð.

Ég hef fallið fyrir Damien Rice í þessari ferð. Að fyrstu var það lagið The Blower’s Daughter úr snilldarmyndinni Closer. Ég er svona c.a búinn að spila það 40 sinnum á einni viku. Myndin Closer situr pikkföst í hausnum á mér. Mér finnst kuldinn í henni passa afar vel við uppákomur síðustu daga. Þetta er allt saman bara kjaftæði. Ég hefði betur mátt átta mig á því fyrir langa löngu síðan. Ég er furðulostinn yfir því hversu mikið djöfuls fífl ég hef hæfileika til að vera. Það er svo gott sem leitin af öðru eins djöfuls fífli. Nema þá kannski _ _ _ _ _ _ _.

7 thoughts on “Bluescreen í Manhattan”

  1. Begga: þú ert nú leynilega ástfanginn af her manna, fer að hafa áhyggjur af þessu sérstæða máli!

  2. Mín tilvist (og tilvist nokkra annarra manna sem ég þekki) virðist sanna að þú þarft engu að kvíða varðandi það að vera talinn mesta fíflið.

    Það er einmitt af þessum sökum sem ég leitast við að vera hress og opinn; til þess að kynnast fleira fólki og öðlast meira öryggi í þeirri trú að ég sé kannski ekki mesta fíflið af þeim öllum.

    Því mæli ég með öldurhúsum borgarinnar, sér í lagi Kringlunni og Kaffibrennslunni til að kynnast fólki sem getur, óafvitandi, styrkt mann og hughreist í þeirri von og trú að til sé verra fólk en maður sjálfur.

    Og þá líður manni vel og það er það sem geimið snýzt um, er þaggi?

  3. Mér væri satt best að segja sama þó þú puttaðir þig í rassgatið til að viðhalda hressleika þínum

  4. Ég myndi nú skjóta á að H3tjan gerði einmitt það sem þú orðar svo snilldarlega herra promazin en kannski í öðrum tilgangi?

Comments are closed.