Mean, selfish and unconscious people.

“Life of illusion – part 1.”
Það er sumt í þessum heimi sem gerir mig alveg gersamlega orðlausan. Það er ekki svo að ég sé eitthvað sérstaklega hneykslaður, en margt af því sem á daga mína drífur verður þess valdandi að ég er fullur undrunar. Það ber ekki að skilja það sem svo að ég sé óánægður með hlutskipti mín, því fer síður. Ég er oft á tíðum í hæstu hæðum yfir þeim verkefnum sem ég fæ að kljást við. Hljómar kannski eins og viðurstyggileg HaHa klysja, en er eigi að síður sannleikanum samkvæmt. Ég hef einnig ákveðið að ég hef engan sérstakan áhuga á að leita eftir kunningsskap við andstyggilegt fólk. Það er til fullt af fyrirtaks fólki í þessum heimi, því í andskotanum að eltast við fólk sem hefur ekkert nema einhvern viðbjóð fram að færa. Ég tel mig sjálfan ekki vera andstyggilegan og ég get ekki séð að mér sé hagur í því að umgangast einhverja viðbjóða. Ég er þess fullviss að þeir sem lifa lífinu uppfullir af viðbjóð og andstyggð deyja aleinir og öllum er alveg skítsama. Það kann einhverjum að þykja það eftirsóknarvert, en ekki mér.

8 thoughts on “Mean, selfish and unconscious people.”

  1. Herra Z. hvað finnst þér um að vera neðstur á “my favorites” listanum?

  2. mér finnst það skandall hinn mesti og er jafnvel að hugsa um að gera hryðjuverkaárás á þetta annars ágæta vefsetur!

  3. Hvar hefurðu verið að rekast á allt þetta viðbjóðslega fólk Siggi? Ég er viss um að það hefur verið í Laugum.

    Ég roðnaði þegar ég skoðaði favorites listan þinn.

  4. aldrei roðna ég þegar ég les bloggsíður…..

  5. Mér finnst það gaman þegar talað er um hægðir í bloggi. Tala meira um hægðir! Það er málið.

Comments are closed.