tyrkneskt kaffi

Ég tel að myndin Sideways sé stórlega ofmetin. Ég var mjög hrifinn af About Schmidt og gat fundið mig duglega í karlskarfinum í þeirri mynd. Aðalsögupersónan í Sideways er djöfuls auli. Samt sem áður virðist fólk samhæfa með örvæntingunni sem þessi maður gengur í gegnum. Hann gefur sig út fyrir að vera gáfaður með sérstakt vit á vín og vínsmökkun. Þrátt fyrir það að vera ömurleg rola og viðbjóður hefur hann svo til ekkert fyrir því að næla sér í vel gefna, 100%, akkúrat, “þolir ekki neitt kjaftæði”, vel menntaða, fallega og vel gefna konu. Rætur þessa rek ég til ég til þeirrar stundar er ég sat á líbönskum veitingastað í henni Fíladelfíu þar sem mikill aðdáandi myndarinnar pantaði sér 2 glös af Merlot, sem er það vín sem fær alveg hræðilega útreið í myndinni. Merlot er hinsvegar fínt vín fyrir fólk sem horfir alveg einstaklega mikið í allan þann pening sem lagður er út fyrir hverju því svo sem nefnist skemmtun. Það þykir líka alveg sérstaklega flott þegar maður er að presentera sig fyrir nýju fólki að geta pantað eitthvað ákveðið, þó ekki væri nema að einhver af viðstöddum hefði það léttilega á tilfinningunni að einhver vissi eitthvað í sinn haus. Þarna er ég hinsvegar skák og mát, því ég drekk ekki áfengi. Ég er á hinn bóginn mikill kaffisælkeri og það besta sem ég fæ er tyrkneskt drullukaffi. Það er líkara leðju en kaffi, alveg sérstaklega hægðalosandi.
Svo allavega. Til helvítis með ykkur sem haldið það að það eitt að glápa á einhverja mynd um mann sem er lúser og kann að meta góð vín geri ykkur að sérfræðingum um vín og vínsmökkun. Og til andskotans með ykkur sem að ræna mömmur ykkar og haldið síðan reisn í góðra vina hópi.

5 thoughts on “tyrkneskt kaffi”

  1. “Til helvítis með fólk” söng Einar nokkur Örn hér forðum daga og virðist sem þú sérst á sama máli!

    þarf að athuga þessa mynd svo ég geti sýnst gáfaður ef ske kynni nú að ég vildi fá mér í glas

  2. “The Masses are Asses” með hinni stórgóðu sveit L7. Virðist hæfa að smella því inn hér…

    Rakst nú á bloggið þitt í gegnum Möggu á einu netfylleríinu mínu.

  3. Ég veit ekki hvort að það merki eitthvað en mig dreymdi að við værum hjón Siggi.

  4. Þeim er hefur dreymt ámóta drauma og þú ungfrú Vaffari, hafa að öllu jöfnu lifað sérstaklega innihaldsríku lífi allt til dauðadags.

  5. Sko, mér finnst Sideways frábær mynd og mér fannst þetta vínrugl aukaatriði. Það besta við þessa mynd er að svona erum við. Ég og þú og vinir okkar. Við erum óttalegir aular og asnaleg og vitlaus svona yfirleitt. En um leið erum við sæt og klár og krúttleg oh það er gaman að sjá þetta svona í bíómynd. Svo voru líka samtölin skemmtileg og leikurinn sgnilld.

Comments are closed.