burning bridges project

The Burning Bridges Project er þarfaþing og útheimtir alla mína einbeitningu. Ég er viss um að allir geti tekið undir það að einhver þurfi að sinna þessu duglega. Hver á svo sem annar að taka þetta að sér spyr ég? Hver er betur til þess fallinn en undirritaður? Þess ber að geta að ég hef ómetanlega reynslu sem spannar ár og mánuði. Ég hef ekki einungis sinnt þessu hérlendis, heldur einnig erlendis. Ég mun leiða BBP til sigurs á öllum vígstöðvum athafnalífssins. Þið skuluð sko fá að sjá minn kall taka á því. “Taka á því” – eins og það heitir í svitafýluræktinni þegar menn eru alveg einstaklega mikil heljarmenni. Þegar mönnum vex fiskur um hrygg og kalla ekki allt ömmu sína. Standa svo mitt út á gólfi með ógeðið hangandi meðan þeir ræða þau mál sem þarf nauðsynlega að ræða undir þessum kringumstæðum.

3 thoughts on “burning bridges project”

  1. Hvað, ertu með writers block? Þú hefur ekkert skrifað í nokkra daga. Ég hef nefnilega haft frekar gaman af því að lesa þessa pistla þína. En ég skil þú ert ef til vill upptekinn við eitthvað annað.

  2. Hver talaði um að brenna brýr að baki sér? Ég minnist þess ekki að neinn hafi talað um að brenna brýr að baki sér. Ég hef alltaf haft fyrir reglu að brenna brýr sem ég kem að umsvifalaust og hiklaust, en ekki fresta því þangað til að ég í eigingirni minni hef misnotað mannvirkið í eiginhagsmunaskyni. Brýr ber að brenna STRAX.

Comments are closed.