Lífsleiðir hafa líka tilfinningar!!!

Ég er einn af þeim sem þykir þetta líf alveg með eindæmum leiðinlegt. Ég hef gert tilraun til að viðra þessa skoðun mína við fólk sem þekkir mig takmarkað við afar misjafnar undirtektir. Ég hef frá því ég var barnungur velt þessu talsvert fyrir mér og það má kannski segja sem svo að þessi viðhorf mín til lífssins séu orðin mér jafn eðlislæg og sú árátta mín að fækka fötum og maka á mig léttmajonesi. Persónulega finnst mér þetta ekki vera svo mikið tiltökumál en fólk er yfir höfuð á annarri skoðun en ég hvað þetta varðar.

Ég man þegar ég var meðlimur í hæstvirtri akademíu hér innan borgarmarka þá þótti það nú sko alls ekki fínt að hafa orð á því að hversu skelfilega leiðinlegt þetta líf er. Mér er fúlasta alvara, – það rekur alla í rogastans ef maður nefnir þetta. Ég ætla ekki að telja upp ástæður þess hversvegna þetta er allt svona hræðilega leiðinlegt. Þetta er jú smekksatriði hvers og eins. Mér finnst hinsvegar að þessi skoðun mín eigi alveg rétt á sér og mér er óbjótt yfir þeim fordómum sem við lífsleiða fólkið upplifum frá degi til dags.

9 thoughts on “Lífsleiðir hafa líka tilfinningar!!!”

 1. Each relational expression is judged to be true or false (but never mabe). This raises an interesting question. What is Truth?

  Úr “C primer plus” e. Stephen Prata

 2. Þetta er það sem ég er alltaf að segja minn kæri. Lífið er leiðinlegt. Það er bara algjör viðbjóður.

 3. þó kemur fyrir að það er sjarmerandi leiðinlegt!
  Kannski væri ráð að stofna félagsskap fólks sem finnst lífið leiðinlegt, þar sem grundvöllur væri fyrir hittingum þar sem majones væri brúkað í ómældu magni?

 4. Já, og svo geta allir skipst á að lesa úr source kóða Linux og C primer plus!

 5. Ef Linux er það eina sem maður gerir þá er örugglega frekar leiðinlegt að vera til…….. fokkin vælukjói.

 6. já lífsleiði er merkilegt fyrirbæri. Þeir sem þurfa að berjast fyrir tilverunni virðast ekki finna fyrir þeim fjanda í sama mæli og við hvítu skandinavíksu miðstéttar velferðarrrónarnir.

  Lífið; Þegar það er helvíti á jörð tóra menn í þeirri von að einn daginn verði það bærililegt. Ef sá dagur rennur upp verður það samstundis leiðinlegt og réttast að hætta öllu klabbinu.

  Allavegana óska menn þess ekki að það verði óbærilegt, til þess eins að það verði þolanlega áhugavert.

  Er þetta ekki svona eins og smækkuð mynd af lífshlaupi einstaklingins. Árum fullrar orku og heilbrigðis er almennt varið í að gera vistina eins þægilega og hægt er. “koma sér fyrir”. Þegar því er náð er algengt viðkvæði: “æ, þetta er nú orðið gott, hvenær ætli ég fái að fara?”

  …en sjálfssprengiþörf. Hvaðan sprettur hún? getur enginn svarað mér því?!

 7. heheh.. skondið. þessi dagur varð allavega minna leiðinlegur hjá mér aþþí ég las þetta hjá þér

Comments are closed.