“Ég hata eurovision blog!”

# Vorþunglyndi:
Fyrst ber að nefna þessa tegund af þunglyndi sem er afskaplega algeng meðal íslendinga. Vetrarhörkuþunglyndið er að baki og það orðið tímabært að taka til hendinni og gera eitthvað bæði uppbyggjandi og sérstaklega skemmtilegt. Hlaupa af sér aukakílóin, ná sér í riðil eða vaska upp, – svo eitthvað sé nefnt.

# Veit ekki hvað ég á að gera í sumafríinu þunglyndi:
Þetta ástand samanstendur af angist, aukinni munnvatnsframleiðslu og óforbetranlegri áráttuhegðun á borð við það að afklæða sig og maka á sig rækjusalati. Fyrir íslenskan ríkisborgara er þetta mjög erfitt viðureignar. En vittu til það er allt í lagi að láta deigan síga og keyra höfuðið í koddann því þetta er orðið viðurkennt vandamál.

# Tækifærisþunglyndi:
Þetta er uppáhaldsþunglyndið mitt. Hentar öllum aðstæðum sérstaklega vel. Virkar vel í ástarsamböndum og kemur í veg fyrir óþarfa mannleg samskipti.

10 thoughts on ““Ég hata eurovision blog!””

 1. Mér finnst þú vera krútt! Og ég er ekki ein um það! Ekki orð um það meir! Ekki fokking orð!

 2. Ég verð nú að segja að mér finnst þetta ófullnægjandi samantekt á öllum þeim dásamlegu blæbrigðum af þunglyndi sem fyrirfinnast í okkur mannskepnunum, en þó drepið á því allra helsta!

 3. mér fannst þessi þýska líta út fyrir að henta einna best til undaneldis af þessum beljum sem þarna stigu á stokk!

 4. Beljum? Mér finnst dónaskapur og hroki ekki nógu smart. Er algerlega laus við svoleiðis sjálf.

 5. ég biðst innilega forláts, þetta kemur ekki fyrir aftur!
  Framvegis mun framkoma mín vera í smartari kantinum.

 6. Tækifærisþunglyndi# Hljómar vel ætla að nota það sem fylgihlut á Tindersticks tónleika í sumar!!

 7. Þér líkt að eyðileggja fyrir manni sérlega vel uppbyggt tækifærisþunglyndi með fyrirtíðaívafi.

  Ég verð aldrei eðlilegri en eftir heimsókn til þín.

Comments are closed.