Hverjum í fjárans helvíti kemur það til hugar að það sé eitthvað eftirsóknarvert að vinna við það að laxera windows tölvur. Það er ekkert eins óspennandi í heimi hér verð ég að segja. En guð sé oss næstur hvað þetta er atvinnuskapandi. Nú til dags leggur fólk að jöfnu það að vera áhugamaður um tölvur og tölvumál og það hinsvegar að hafa getu til að hreinsa vírusa úr windows dollu. Afhverju? Það er að ég held, allavega fyrir mitt leiti ekkert eins ömurlegt eins og að sitja yfir þessum vélum og glíma við þennan meðfylgjandi viðbjóð. Það er frá mínum bæjardyrum séð jafn skemmtilegt og að ormahreinsa lúðu, og hversu skemmtilegt er það.
Það sækir að mér þreyta og lífsleiði við að lesa þetta blog yfir.
3 thoughts on “vírushernaður”
Comments are closed.
já mér sýnist þú farinn að blogga á binary bara fussumsvei!
Gott ráð við þreytu og lífsleiða er http://www.engrish.com Kætir og bætir meltinguna
Ég get ekki annað en tekið þessu hápersónulega og er stórlega móðgaður fyrir hönd mín og annara í minni stétt!