Snjallasta myndlíkingin til þessa

Nú er hafið nýtt kapphlaup í íslensku þjóðfélagi, kapphlaup um hver getur upphugsað ljóðrænustu myndlíkinguna um hvernig er fyrir landinu okkar komið. Fínustu og flottustu lýriksmiðir íslenska gúmmílýðveldisins vinna nótt sem nýtan dag við smíðar á beittustu og snjöllustu greiningunni. Allt í þágu pöpulsins, nema hvað.

Hver var svo óforskammaður að segja að fólk er fífl. Það er bara alls ekki rétt. Í kjölfar efnahagshrunsins er allir allt í einu orðnir framúrskarandi snillingar. Í nótt sef ég vært vitandi að einhvers staðar í Reykjavíkurborg lygnir einhver orðaglamrarinn aftur augunum og uppgötvar snjöllustu myndlíkinguna til þessa. Myndlíkingin sem bjargar Íslandi. Opinmynntur gefur hann frá sér sælustunu meðan hann smyr rækjusalati á nakinn líkama sinn, og eftir að hafa farið í sleik við spegilinn, stekkur hann fram á gólfið og dansar sjálfsánægjudansinn undir diskókúlu eigin hégóma.

Afhverju rækjusalat? kann einhver að spyrja sig.

7 thoughts on “Snjallasta myndlíkingin til þessa”

  1. já þegar menn eins og þú fara með slíkar myndlíkingar í fínum boðum hlýtur að vera til mikils að vinna!

  2. þegar ég las byrjunina hélt ég þú ætlaðir að tala um kapphlaup fólks sem ætlar að kaupa íbúðir á uppboðum af fólki sem ætlar að hætta að borga

    kapphlaup hrægammanna, en svo sá ég þú ert auðvitað miklu sympatískari en ég

  3. Ég er svo óforskammaður að segja að fólk sé fífl: Fólk er fífl!

  4. Ég er fólk. Og ég er líka fífl. Þannig að þetta er sennilega rétt hjá hetjunni.

  5. Draumadísin þín er smám saman að taka á sig mynd:

    Dóttir rækjuverkanda sem hermir sannfærandi eftir ISG*.

    Þetta þrengir markhópinn talsvert.

    *Skv. netheimildum.

  6. ISG verandi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Já, ekkert kemur mér eins mikið til og kona sem hljómar eins og karlmaður, ég tala nú ekki um ef hún kann að laga almennilegt rækjusalat.

Comments are closed.