Ég viðurkenni að þessar helvítis rósir voru ekki alveg að veita mér þá gleði sem ég vonaðist til. Með öðrum orðum þá var þetta uppátæki mitt ekki nógu skæs. Þess ber að geta að “skæs” er orðatiltæki sem var mjög mikið notað á ömurlegum unglingsárum mínum, þegar ég var að reyna að finna mér tilverurétt í viðbjóðslegum Kópavoginum. Alveg síðan þá hef ég ekki almennilega tekið Kópavoginn í sátt. “Að vera skæs” var sagt um eitthvað sem á þeim tíma þótti flott, kúl, smart eða þannig úr garði gert að það var hægt að setja nafn sitt við það. Ég get ekki séð að ég hafi þótt skæs á þessum árum. Ég veit svo sem ekki til að ég sé eitthvað kúl nú til dags, en ég var það svo sannarlega ekki þegar ég var að vaxa úr grasi sem unglingur. Það er alveg ferlegt að vera unglingur, ég man það mjög glögglega. Ég kenni í brjóst um unglinga, það er bara andskoti mikið fyrir því haft að komast af í þessum heimi.
One thought on “skæs unglingar”
Comments are closed.
Það er svo sannarlega ekki auðvelt að vera unglingur – þurfa að skammast sín fyrir foreldra sína og vera með mislanga handleggi í þokkabót. Nei það er sko ekkert skæs við það.