Ég hef undanfarið verið að hlusta á tvær alveg dásamlegar hjómsveitir. Sú hin fyrri er hljómsveitin tunng og kemur að því ég best veit frá Bretlandi. Sú hin síðari heitir Efterklang. Í mínum bókum til þessa hefur ekki neitt frá Danmörku verið þannig háttað að ég geti sársaukalaust lagt blessun mína yfir það. Ég hef alveg sérstakan viðbjóð á öllu því sem er skandinavískt, þá hef ég umfram viðbjóð á Svíþjóð og Noregi. Ég hef ekki enn fundið ástæðu fyrir því hvers vegna ég sé svona mótfallinn Skandinavíu, ekki aðra en þá að það er með eindæmum viðbjóðslegt fólk sem kemur frá þessum tveimur löndum. Hinsvegar er Efterklang frá Kaupmannahöfn og það má með sanni segja að ég sé lamaður yfir gæðum þessarar grúppu. Já, þetta kann að skjóta skökku við.
One thought on “tónlist”
Comments are closed.
Verandi öryrki þessa daganna, með mikinn tíma, hef ég hellt mér útí lestur skáldsagna. ‘Eg er, meðal annars búinn að lesa allt sem ég hef fundið og þýtt hefur verið úr finnsku. Þarna hef ég rekist á mikinn fjársjóð. Frændur okkar finnar virðast eiga mikið af snilldar rithöfundum. Og húmör ristar eru þeir miklir, þó skandinaivískir séu.
Fóstradamus hefur mælt