rules of attraction

Það er talsverður hávaði hér á Laugaveginum, sérstaklega um helgar. Strákaumingjar þeysa hér framhjá á köggunum sínum og spila allskyns viðbjóðstónlist, þannig að það drynur í hjallinum sem ég heima í. *Dúnk, dúnk, dúnk*. Ég fæ ekki skilið. Hvernig kom þeim það til hugar að einhver hefði áhuga á að hlusta á þennan drynjanda. Hinsvegar mér til mikillar ánægju er eldri maður farinn að stunda rúntinn svokallaða og hann spilar bara kantrímúsik. Ég veit að þetta er maður á sextugsaldri vegna þess að ég mætti honum einu sinni á leið heim eftir erfiðan dag á skrifstofunni. Ég verð að viðurkenna að ég er enginn sérstakur áhugamaður um kántrímúsik, en eftir að heyra alla þessa slæmu músik, þykir mér orðið svolítið vænt um þegar þessi maður keyrir framhjá. Það kostar hugrekki að gera þetta tel ég. Slæm bólugraftartónlist hefur í gegnum tíðina átt einkarétt á laugaveginum, þess vegna kann það tíðindum að sæta ef einhver tekur sig til og spilar þvert oní þá tónlistarstefnu.

2 thoughts on “rules of attraction”

  1. Einu sinni ókum við vinkona mín niður Laugaveginn á bens, (pabbi hennar áttann) og vorum með Yoko Ono í botni. Jájá… þá varst þú ekki á laugavegi. Þá varst þú að gera eitthvað allt annað. Ætli þetta hafi ekki verið sumarið 90.

Comments are closed.