Það er tilboð í gangi hjá iceland express sem þeir snillingar hafa gefið nafnið “heiti potturinn”. Þar sem ég á sand af seðlum og er alltaf að græða á tilboðum, keypti ég einn miða til London 6. desember. Miðinn kostaði 3.890.- en er einungis aðra leiðina. Ég hef enga hugmynd um það hvaða erindi ég á til London á þessum þriðjudegi, eða þá hvenær eða hvernig ég ætla mér að snúa aftur til þessa örlagalands. Þetta er það sem er svo frískandi við að vera klikkaður, maður getur gert svo til hvað sem er svo lengi sem það brýtur ekki í bága við reglur HaHa samtakanna.
4 thoughts on “Heiti Potturinn.”
Comments are closed.
Ég er að spá í ef maður verður mjög duglegur að leita uppi svona tilboð hvort maður geti ekki grætt fleiri hundruð þúsund á mánuði… jafnvel þannig að maður þurfi ekkert að vinna!
Hamast samtökin….
Siggi minn ertu ekki orðinn soðinn á tánum af því að liggja svona í pottinum. Farðu nú að koma þér upp úr vinur.
Hafskip er að bjóða góð tilboð til Íslands með Ms Gullfoss frá Hull til Reykjavíkurhafnar, kannski þú getir siglt heim með þeim. Ferðalagið tekur 5 daga og það er jafnvel hægt að fá einkakáetu.. Og það er enginn yfirvigt svo kjörið að kaupa sér pottasett úr pott-járni og jafnvel gamal pott-baðkar með ljónsfótum.. Láttu mig vita ef þú siglir heim með Ms Gullfoss því ég er í smá vanda með að koma heim uppstoppuðum haferni með opið vænghaf og Barokk-spegli (270x150cm) sem er í þyngri kantinum…
Með vinsemd
R.Axel