The Descent

Fyrir unnendur eðal hryllingsmynda mæli ég sérstaklega með bresku myndinni The Descent. Það er ekki oft að ég kemst yfir annað eins gúmmilaði, mig minnir að seinasta ræman sem skaut mér skelk í bringu hafi verið The Ring og það mun vera ein 3 ár síðan ég sá hana. The Descent er fram úr hófi ógnvekjandi. Ég er persónulega orðinn alveg sérstaklega leiður á amerískum fjöldaframleiddum metnaðarlausum klysjum, þar sem maður getur við hægan leik sagt til um hvað gerist næst. Eftir að ég sá The Descent hefði ég gjarnan viljað sjá heimildarmynd um gerð hennar, rétt til að fá tilfinningu fyrir því að þarna væri á ferðinni tilbúningur en ekki kaldlundaður hryllingur.

2 thoughts on “The Descent”

  1. ha haha ég var helvítit óheppinn er ég sá þessa mynd.. Rauk af júdó æfingu með félaga mínum án þess að teygja og í einu atriðina þá fékk ég sinadrátt í báðar lappirnar og sparkaði þeim yfir sætið fyrir… he hehe það var einhver heppinn að setjast ekki fyrir framan mig annars þyrfti ekki að spyrja að leikslokum

  2. jæja er ekki kominn, dágóður tími fyrir aðra viskufærsu hérna inni…?

    maður fer bara að örvænta og gruna þig feigann…

Comments are closed.