Mannleg *

Það sem mér leiðist einna mest í vinnunni minni eru mannleg samskipti. Ég hef komist að því í seinni tíð að ég aðhyllist meira stafræn lyktarlaus samskipti. Ef ég hefði einhverja stjórn á örlögum mínum þá stundaði ég að eingöngu stafræn samskipti. Ég þyrfti þá ekki að punta mig og klæða mig upp í hvert það skipti sem ég ætlaði að eiga við einhverja tegund af praktík. Núna tildæmis í hádeginu er búið að koma á fót samkundu sem kallast á fræðimáli “hádegishittingur”. Þessi uppákoma á að framkalla í okkur sem vinnum hér alveg sérstakt afbrigði af gleði og starfsánægju sem verður þess valdandi að við öll eigum helst að skríkja í harmóneruðum kór. Viðurstyggð leyfi ég mér að fullyrða. Menn eins og ég sem vinna í tölvugeiranum eiga bara einfaldlega ekki að þurfa að taka þátt í einhverju sem krefst þess að maður standi andspænis einhverjum sem er kannski illa til hafður og óþrifalegur, maður svei attann veit ekki.

3 thoughts on “Mannleg *”

  1. Gaman að þú skulir skrifa af og til. Ertu kominn í jólaskap?

Comments are closed.