Þrálát hegðun

Allt það súkkulaði sem ég tek til við að hesthúsa þessa daganna, endar undantekningalaust uppi á lærunum á mér. Þetta er að mínu mati svindl og brýtur í bága við almenna lífsgleði af þeirri tegund sem ég aðhyllist. Ég er orðinn í seinni tíð sjúkur í sykur. Ef eitthvað kemur upp á eða ég er eitthvað hnugginn þá veit ég fátt betra en að troða af áfergju í skolt mér súkkulaði og sætindi. Þar er efst á blaði súkkulaði eða “laði” eins og við fagmennirnir köllum það. Ég og grákuntan hún fröken Sigríður. Það er svipað og þegar menn sem þykjast eða hafa talsverðan pening á milli handanna segja “100 kall” í stað þess að segja “100 þúsund kall”. Vegna þess að þegar auðmenn eru annars vegar þá er aldrei talað í hundrað köllum, og þykir ekki nein ástæða til að nefna “þúsund”.