Á sama tíma og ég geri mér grein fyrir að utanaðkomandi aðstæður mínar stjórni ekki því hversu lukkulegur ég er í þessu lífi, keypti ég mér 2 matvinnsluvélar nýjum lífsstíl mínum til stuðnings. Nýja árið brosir við mér, ég hleyp, borða grjón, gras og baunir og les uppbyggjandi bókmenntir. Ef ég færi u.þ.b 6 ár aftur í tímann og hitti sjálfan mig, þá er ég hræddur um að hinn 29 ára gamli Siggi, hefði fengið óþverratilfinningu yfir þeim manni sem ég er í dag. Reyndar á þeim tíma hefði ég aldrei séð framtíð mína fyrir, ekki einu sinni í mínum villtustu órum. Í mínum augum var eitthvað að fólki sem að stundaði heilbrigt líferni. Það var þó ekki að ég hefði ekki viljað verða heilbrigður á líkama og sál, ég bara einfaldlega hefði aldrei trúað því að ég ætti eftir að verða að ósköp venulegum vísitölukrypplingi. En hvað er það svo sem gerir manneskju heilbrigða. Ef að manneskjur eru heilbrigðar afhverju gera manneskjur þá það sem manneskjur gera. Hvar er nemendaráð spyr ég? Hver á að þrífa sameignina þessa vikuna? Þegar ég á sameignina þá er allt þrifið á þann hátt að ekki er hægt að finna að því. Það er tví, þrí þurrkað úr öllum gluggakistum. Hver stendur eiginlega skil á þessu?
2 thoughts on “Year of the hummus.”
Comments are closed.
Það vantar sárlega mann eins og yður í blokkina mína þessa dagana. Börnin brjáluð á göngunum allan liðlangan daginn, kusk í hornunum og drasl um alla sameign. Hvað líf mitt myndi breytast ef fólk tæki þig til fyrirmyndar (Sigga 35 ekki 29 módelið) og borðaði grjón og gras.
Hjartans kveðjur
Þú ert ekkert venjulegur Siggi minn. Það er ekki venjulegur karlmaður sem maukar hummus og borðar grjón eða þrífur sameignir samviskusamlega. Margir myndu kannski kalla þig hippa eða homma (minnihlutahópar), en fokk ðemm. Fávitar!