Úr einu í annað blog

Konur í stjórnunarstöðum eiga það til að tala mjög hátt og skýrt. Þetta þykir mér svo gott, vegna þess að ég er bæði með slæma heyrn og svo á ég í sérstökum erfiðleikum með að skilja talað mál. Konur í stjórnunarstöðum hafa líka sérstakt lag á því að láta eitthvað sem er sérstaklega óspennandi, hljóma eins og það sé mál málanna. Það fer ekki mikið fyrir mónótón í þessum blessuðu konum. Ég vann einu sinni á spítala, með eingöngu konum. Það þótti mér fyrirtak. Það var mér talsverð lífsreynsla get ég sagt með sanni. Það varð mér ljóst að vinnusamfélag að stórum hluta skipað konum getur verið magnþrungnara vinnuumhverfi en dæmigerður bílaverkstæðis Badda runk vinnustaður. Þetta var einnig á þeim tíma sem að ég hélt að allir vissu allt og gætu allt miklu betur en undirritaður. Ég hef með tíð og tíma síðan ég rankaði við mér úr 15 ára rotinu orðið þess var að fólk sem jafnvel gefur mannalegar yfirlýsingar um menn og málefni eru ekkert betur með á nótunum en ég. Mér finnst þessi uppgögvun mín vera svo mikil uppljómun fyrir mig og alla hluthafa að ég ræð mér varla fyrir áður óþekktri kátínu sem umlykur mig allan.

One thought on “Úr einu í annað blog”

  1. Sæll elsku vinur,

    þetta er rétt hjá þér Sigurður. Ég hef verið kona í stjórnunarstöðu og hef lengi talað hátt og skýrt. Ég tala ennþá hátt og skýrt þrátt fyrir að vera ekki lengur í stjórnunarstöðu, ég er ennþá samt kona.

    P.s. takk fyrir ET, ég þarf ekki lengur að flýja veruleikan í kjánalegt sjónvarpsefni og súkkulaði öll kvöld.

Comments are closed.