The human condition

“Well maybe you should just drink a lot less coffee, And never ever watch the ten o’clock news.
Blessunin hún Regina Spektor.
Ég hef reyndar minnkað kaffidrykkju mína umtalsvert, en ég verð að viðurkenna að ég er enn fréttafíkill. Í ljósi þess sem er að gerast í heiminum er ég farinn að álíta sem svo að fréttir séu heilsuspillandi. Það er þykir yfir höfuð fréttnæmt er hvernig mannófétisskepnan hagar sér þegar að honum er vegið með einum eða öðrum hætti. Til umfjöllunar eru menn með sært egó, sem verða á einhvern hátt að bæta upp egó-ið með allskyns andstyggilegum uppátækjum. Uppátækin eru svo réttlætt með háleitum markmiðum. Þetta fíaskó í kringum spámannslufsuna hann Múhammed er eitthvað sem ég verð að viðurkenna að ég óttast. Ég óttast að fólk eigi ekki mikið eftir af heilbrigðri skynsemi og setji fókus sinn þá frekar á persónulega gremju og reiði gagnvart þeim sem ekki eru sammála. Ég er af mikilli alvöru að hugsa um að hætta að horfa á fréttir. Ég tel að það sé mikilsvert að vera meðvitaður um hvað er að gerast í heiminum, en það að lepja upp alla þessa drullu frá hinum og þessum fréttamiðlum er einfaldlega ekki hollt. Ég er tildæmis ákveðinn í því að hætta að horfa á NFS fréttastöðina. Takið sérstaklega eftir fréttaþulum NFS hvernig þeir með leikrænum tilbrigðum magna upp aumustu fréttir þannig að maður hefur það á tilfinningunni að frétt um kartöfluppskeru á Blöndósi sé í raun og veru frétt um raðmorðingja sem gengur þar lausum hala. Eða djöfulsins svindlið og svínaríið sem NFS grafa upp hvar svo sem þeir á land fara, ásamt öllum þeim miðlum sem heyra undir hlutafélagið Dagsbrún. Hvar eru blómin og fuglasöngurinn? Hvað eru börnin að gera sér til skemmtunar? Er þessum miðlum um megn að fjalla um eitthvað sem hlýjar manni um hjartaræturnar, eða er lífið bara eintómur viðbjóður?

One thought on “The human condition”

Comments are closed.