Gjössu vel Longhorn, – hér er langt nef!

Ein af verri martröðum mínum og framtíðarspám.

Í heimi á leið til helvítis(enn og aftur komið að vendipunkti.)

Ef einhver hefði hug á því að pína mig til sagna um eitthvað sem að ég kynni að vita, – þá þyrfti sá hinn sami ekki að gera neitt annað en að loka mig inn í litlum klefa og spila fyrir mig atferlishljóð úr windows stýrikerfinu.
Ég myndi umsvifalaust leysa frá skjóðunni og segja viðkomandi allt sem að hann hefði hug á að vita og hluti sem að eru málinu jafnvel algerlega óviðkomandi.

Farið varlega í þessa betu sem að þið sjáið á myndinni, – því lengi getur vont versnað.

En er maður samt ekki betur til þess fallinn að gagnrýna stýrikerfi þegar maður sjálfur er nógu kunnáttumikill til að jafnvel smíða sitt eigið kerfi. Ekki hugmynd, eftir því sem að ég best veit þá á Bill karlinn Gates ekki eina línu af kóða í þessum vörum frá 1985-2003, en guð minn almáttugur – ég veit ekki allt!

Comments are closed.