Death To Videodrome!

Ég tók sjónvarpið mitt út umferð í dag. Ég hef fengið viðbjóð af því að hafa þetta fyrir augunum. Ég tel að litla sæta íbúðin “mín” sé mun huggulegri fyrir vikið. Ég hef til taks tól og tæki til að horfa á biómyndir, ef ske kynni að eitthvað freisti mín. Ég hef hinsvegar lítið sem ekkert horft á sjónvarp frá því um áramótin og sé þar af leiðandi ekki ástæðu til að hafa þennan ófögnuð uppi, mér er alveg ómögulegt að sjá þetta sem einhverja skreytingu. Hvaða tilgangi þjónar þessi viðurstyggð. Hvað er það sem maður er að leitast eftir með því að glápa á sjónvarp í tíma og ótíma. Er það ekki bara verið að drepa tímann fram að því að maður sjálfur drepst. Ég fæ ekki annað séð. Eftir að hafa skrifað þetta geri ég mér grein fyrir að andlegur leiðtogi minn, viðurstyggðin og drullukuntan hún fröken Sigríður hafði talsvert til síns máls þegar hún kallaði mig leiðindardurg á kaffihúsi fyrr um kvöldið. Ég lét það eftir mér að tíunda fyrir henni fáeinar staðreyndir í mannlegum samskiptum og hún komst að þeirri niðurstöðu að ég væri fauskur. Mér er yfir höfuð alveg fyrirmunað að koma auga á svona lítlvægileg atriði í mínu fari.

3 thoughts on “Death To Videodrome!”

  1. Takk kærlega fyrir konfektkassann og blómvöndinn í tilefni Valentínusardagsins. Sendi þér eyðieyju um hæl.

Comments are closed.