Munich og utf-8 tilraun

אנשים
מטומטמים

Ég sá Munich í gær og það kom mér á óvart hversu lítið hún er fylgjandi þeirri hugsjón sem byggir Ísraelríki. Ég átti satt best að segja átti von á að Spielberg tæki einhverja fjandans afstöðu með sínu fólki, en hann gerði það ekki beint, heldur skilaði þessari mögnuðu sögu vel og skilmerkilega frá sér. Það fór hinsvegar í pirrurnar á mér að heyra alla tala ensku með asnalegum hreim. Jú, vissulega tala ísraelar með þessum hreim og sömuleiðis þjóðverjar, en afhverju ekki að hafa bara fjandans myndina á þessum tungumálum. The Passion var á forn hebresku og ekki skemmdi það fyrir. En jú, Munich er gerð af Ameríkönum fyrir Ameríkumarkað þó hún hafi fallið í grýttan jarðveg hjá þeirri þjóð. Á þeim tíma sem hún var tekin til sýninga voru myndir eins og Cheaper By the Dozen 2 og Fun with Dick and Jane einnig frumsýndar og tókst Munich að verða undir í þeirri samkeppni.

Myndin er mögnuð. Hún greinir frá viðbrögðum Ísrael/Moussad við Svarta September í Munich. Þegar líða fer á verkefni Moussad manna sem er að koma öllum þeim er stóðu að blóðbaðinu í Munich, verður tilgangurinn með þessu brölti óljósari og óljósari. Ísraelar og þeir gyðingar sem flytjast til Ísrael gera það í mikilli trú um að Ísrael sé þeirra móðurjörð og þeir eigi trúanlegt tilkall til spildunnar. Og í kjölfar ofsókna gegn gyðingum í gegnum mannkynssöguna hefur Ísrael einnig fengið sámúð og stuðning heimsins. Það er því merkilegt að sjá mynd eftir gyðing sem spyr spurninga eins og hver sé tilgangurinn með þessu. Hvernig er hægt að koma á friði í heiminum með því að svara hverju því sem gert er á manns hlut í sömu mynt. Mér varð hugsað þegar ég horfði á Munich línunnar hér að ofan anashim metumtamim sem þýðir fólk er fífl. Vegna þess að ég er farinn að fórna höndum yfir uppátæki mannanna. Mér ofbýður vonskan í þessum heimi. Ég get alveg skilið hvaða element eru að verki þegar einhver sér sér hag í því að koma einhverjum fyrir kattarnef, ég tala nú ekki um ef að búið er að setja verknaðinn í einhvern heilagan búning, sem þjónar jafnvel æðri tilgangi. Hver í fjandanum telur sig það andlegan að hann geti túlkað eitthvað háttalag hjá honum ókunnum menningarheimi sem réttlætingu fyrir blóðsúthellingum og allskonar viðustyggð. Munich spyr þessara spurninga.
Í niðurlagi myndarinnar er sýnd mynd af New York og ég beið átekta eftir því hvort tvíburaturnarnir yrðu sýndir eður ei. Rétt eftir 911 þá voru sett lög sem neyddu kvikmyndagerðarmenn til að klippa í burt þau myndskeið sem sýndu turnana. Þarna í bláendann á myndinni eru þeir sýndir á táknrænan hátt sem tákn um komandi tíma.

2 thoughts on “Munich og utf-8 tilraun”

  1. Rosalega finnst mér bloggið þitt skemmtilegt aflestrar. Kíkti á þig í gegnum MögguVaff. Líf og fjör

Comments are closed.