Af óbjóði og viðbjóði.

Mér til mikillar skemmtunar sá ég 25th hour í gærnótt, – nýjustu Spike Lee jónuna.
Mér finnst fátt yndislegra en að horfa einn á gæðamyndir í skugga nætur með drykkjuskarkala laugavegsins sem bakgrunnsmúsik.
Íslenskir bolar og litlar uppáklæddar gálur – öskrandi, syngjandi, skríkjandi, tístandi eða hvað það nú er sem að þau eru að gera til að fá uppreisn æru.
Já, ég get ekki neitað því en mér finnst notalegt að heyra í þessu fólki þar sem ég sit í þægilegheitum míns eigin heimilis með kakóbolla og stafla af pönnukökum og horfi á gæðamynd, edrú með nýuppvaskað rassgat. Það er svo gott, lætur mér líða vel innra með mér – já uhhhhh…. ahhhh…. ohhhhh…. *spritze* .

Í myndinni fer Edward Norton í gegnum tjekklista þeirra sem að hann hatar og endar á sjálfum sér. Þvílíkt og annað eins, ef að maður pælir aðeins í kultúr mismuninum á Reykjavík og New York, – og þær týpur af fólki sem að hægt er að hatast út í á hvorum staðnum fyrir sig. Ég hugsa mikið um þetta, kannski vegna þess að hluta til langar mig út til búsetu og náms, – einnig spila tilfinningatengdir hlutir þar inn í.
Við í íslensku samfélagi eigum hinsvegar okkar týpur og okkar þjóðfélagsstéttir sem að eru alveg sér á báti hér í heiminum, – og allt þetta er hægt að leggja fæð á ef svo ber undir, en maður skal alltaf enda upptalninguna á sjálfum sér!
Það er fátt eins óskynsamlegt og smáborgaralegt – og að gubba yfir allt og alla því að allir aðrir en maður sjálfur eru svo ómögulegir, – flestir fara reyndar í gegnum lífið með þessu viðhorf í farteskinu.
Fuck you very much!

Comments are closed.